Byggðaþróun og nýsköpun, ársfundur trúnaðarmanna 2013
Meðal framsögumanna voru þeir Sigurður Björnsson, sviðsstjóri hjá Rannís, og Rögnvaldur Ólafsson, frá Háskóla Íslands. Fjölluðu þeir m.a. um stoðkerfi nýsköpunar í atvinnu og kom m.a. fram að Austfirðingar hafa ekki verið duglegir að sækja fjárstuðning vegna nýsköpunarverkefna – fjárstuðning sem stendur til boða úr opinberum sjóðum.
Rögnvaldur fór yfir breytingar sem orðið hafa á stöðu símenntunar og háskólamenntunar á landsbyggðinni og sagði að lyft hefði verið grettistaki í þeim málum – og ekki síst fyrir atbeina aðila vinnumarkaðarins.
Á laugardeginum var starfssemi „Vinnumarkaðsteymis stéttarfélaganna“ kynnt en það samráð ráðgjafa Virk og StarfA sem aðsetur hafa hjá AFLi Starfsgreinafélagi.
Fundinum lauk um kl. 15:00 og þótti vel heppnaður þó hann hefði mátt vera fjölsóttari.
Orlofshús 2013
Orlofsbæklingur félagsins er um þessar mundir að berast í öll hús á Austurlandi. Líkt og undanfarin ár er leigð ein vika í senn frá föstudegi til föstudags. Umsóknarfrestur er til og með 11. apríl. Úthlutun fer fram 15. apríl á skrifstofu AFLs á Reyðarfirði.
Leiguverð orlofshúsa er kr. 22.000 vikan. sjá orlofsbækling.
Spánaríbúð, Torrevieja
Í úthverfi Torrevieja í u.þ.b. 30 mín. akstursfjarlægð frá Alicante. Í íbúðini eru 3 svefnherbergi og rúm fyrir 8 manns.
Leigðar eru 2 vikur í senn og er leigan óbreytt frá fyrra ári eða kr. 54.000 fyfir tímabilið, fyfir félagsmenn. Tímabilin skiptast í tvo hluta, fyrstur kemur fyrstur fær og hefðbundin úthlutun.
Ársfundur trúnaðarmanna 2013
Á Hótel Bláfelli Breiðdalsvík dagana 15. og 16. mars
Vertu á verði!
– Stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar
AFL Starfsgreinafélag og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur til aukinnar vitundar.
Sendu ábendingar um verðhækkanir á – http://www.vertuaverdi.is/
Á heimasíðu átaksins geta allir sent inn ábendingar um verðhækkanir á fljótlegan og einfaldan hátt. Þannig getum við sameiginlega skapað mikilvægt aðhald, meðvitund og umræðu um verðlagsmál.
Launahækkun
Í samræmi við gildandi kjarasamninga hækka laun félagsmanna sem hér segir: Sjá..Kauptaxta
Fleiri greinar...
- Vinnumiðlun og vinnumarkaðsúrræði
- Páskaúthlutun 2013
- Átak í nýráðningum atvinnuleitenda.
- Kjarasamningum ekki sagt upp.
- Viðhorf félagsmanna kannað
- AFL varar við löngum samningi
- Fyrirlestrar um staðbundið veðurfar
- Fosshótelamiðar
- Orlofskerfi
- Desemberuppbót
- Aðalfundur sjómannadeildar 28. desember 2012
- Viðleitni starfsfólks AFLs skilar árangri
- Heildarlaun AFLs félaga hafa hækkað um 7,3%
- Dregið í happadrætti AFLs og Einingar Iðju
- Opnun orlofsvefsins frestað
- Nýr orlofsvefur
- STARF
- Trúnaðarmannanámskeið
- Vinnuverndarvikan 2012-2013
- Félagsskírteinin eru lyklar
- Heilsa og lífsstíll
- Jól og Áramót umsóknarfrestur
- Ljósmyndasamkeppni sumar 2012
- Kjarasamningur fyrir smábáta samþykktur
- Símar félagsins orðnir virkir