AFL: Símenntunarverðlaun 2008
Vinnusöm kjaramálaráðstefna að baki
Þokkaleg mæting á kjaramálaráðstefnu
Rösklega 50 félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags eru skráðir á Kjaramálaráðstefnu félagsins sem hefst klukkan fjögur í dag - en m.a. síldarfrysting setur strik í reikninginn hvað varðar mætingu - en frysting er í fullum gangi víða á félagssvæðinu. Á ráðstefnunni verður unnið að kjaramálaályktun félagsins og stefnumótun AFLs í kjaramálum næstu missera.
Miðstjórn ASÍ á Kárahnjúka
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mun halda reglubundinn miðstjórnarfund sinn á Egilsstöðum seinnipartinn í dag, en miðstjórn heldur reglulega fundi sína fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hópurinn kom með morgunvélinni til Egilsstaða þar sem Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu tók á móti þeim og mun fylgja miðstjórnarfólki um framkvæmdasvæðið á Fljótdalsheiði fyrir fund. Þetta er sennilega síðasta heimsókn Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, á Austurland í þessu æðsta embætti verkalýðshreyfingarinnar.
AFL Starfsgreinafélag ályktar um kjaramál
Kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags, verkamannadeildar, ályktaði í gær um kjaramál. Ályktunin fer hér á eftir en meðal atriða í henni má nefna að félagið hafnar upptöku evru sem lausn á núverandi vanda. Þá telur félagið eðlilegt að samningar renni sitt skeið í febrúar og að forsendur séu svo illa brostnar að það sé komið út fyrir verksvið forsendunefndar að reyna að lappa upp á þá. Sjá ályktunina í heild.
Ályktun karamálaráðstefnu AFLs 20. sept. 2008 21/09/2008,10:57 138.55 Kb
Fleiri greinar...
- Athugasemd við frétt!
- Fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands
- Samflot í sveitarfélagasamningunum?
- Starfsdagur grunnskólafólks - tvær skrifstofur lokaðar
- Þjóðarsátt - hvaða þjóðarsátt?
- Raunfærnimat: Málmgreinar og Rafiðnaður
- Hitaveita og heitir pottar á Einarsstaði?
- Námsver á Reyðarfirði
- Uppsögnum Fossvíkur mótmælt
- Yfirlýsing framkvæmdastjóra AFLs Í kjölfar árása vertsins hjá Café Margaret