Hækkun á kaupliðum sjómanna.
Kjarasamningar sjómanna á fiskiskipum hafa verið lausir frá 1. janúar 2011 og lítið miðar í viðræðum milli aðila enda nánast engar viðræður verið í gangi. Í desember 2010 lýsti formaður LÍÚ því yfir að ekki yrði samið við sjómenn fyrr en niðurstaða væri fengin varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögunum um stjórn fiskveiðanna.
Samkomulag hefur engu að síður orðið milli samtakana sjómanna, SSÍ, VM og FFÍ við LÍÚ um að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um sömu prósentu og samið var um á almenna vinnumarkaðnum.
Kauptrygging og aðrir kaupliðir hjá sjómönnum hækka því um 3,5% frá og með 1. febrúar næstkomandi þrátt fyrir að samningar séu enn lausir.