Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008.
Fundirni á austurlandi verða: 5. mars Höfn, sal AFLs Víkurbraut 4, 6. mars á Reyðarfirði, Námsverinu Búðareyri 1 og 7. mars á Vopnafirði, í sal AFLs Lónabraut 4. Fundirnir hefjast kl. 20:00. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um efni skýrslunnar.Skýrslan er í fjórum bindum 1. bindi, 2. bindi, 3. bindi, 4. bindi, 35. kafli skýrslunnar fjallar sérstaklega um Stapa lífeyrissjóð og er hann að finna í 4. bindi, bls. 141-161. linkar af heimasíðu www.stapi.is.
Orlofskosti félagsins á La Mata, Spáni verður úthlutað 13. mars 2012, tímabilin skiptast í: 29. feb – 14. mars, 14. mars – 28. mars. 28. mars – 11. apríl, 11. apríl – 25. apríl, 25. apríl – 9. maí, 9. maí – 23. maí, 23. maí – 6. júní, 6. júní – 20. júní, 20. júní – 4. júlí, 4. júlí – 18. júlí, 18. júlí – 1. ágúst, 1. ágúst - 15. ágúst, 22. ágúst – 5. sept., 5. sept – 19. sept, 19. sept – 3. okt, 3. okt -17. okt, 17. okt – 31. okt 2012. Leiguverð er óbreytt frá því í fyrra kr. 54.000 fyrir hvert tímabil. Tímabil fyrir 28. mars er hægt að fá leigt í síma 4700305. Umsóknarfrestur er til 11. mars.
Sameiginlegt námskeið trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags, VR og Rafiðnar, var haldið dagana 13.-15. Febrúar að Hótel Héraði á Egilsstöðum . Alls sóttu 35 trúnaðarmenn námskeiðið víðs vegar af félagssvæðinu eða allt frá Höfn til Vopnafjarðar. Um var að ræða námskeiðið „Trúnaðarmaður I, 1. þrep“. Sigurlaug Gröndal leiðbeinandi frá Félagsmálaskóla alþýðu sagði námskeiðið hafa tekist einstaklega vel, hópurinn ákaflega áhugasamur og skemmtilegur og umræður líflegar. Haldið veður áfram með námskeiðin á haustönn 2012.
Fjallað er um Stapa lífeyrissjóð í Rannsóknarskýrslu um starfssemi lífeyrissjóða sem út kom á föstudag. Sjóðurinn tapaði alls 27 milljörðum á árunum 2006 – 2009 en hagnaðist á sama tíma um 31 milljarð rösklega þannig að heildarútkoma var um 2 milljarða hagnaður af fjárfestingum – en á sama tíma varð hér um og yfir 30% verðbólga þannig að heildarávöxtun varð neikvæð og hrein eign til greiðslu lífeyris rýrnaði þar sem lífeyrisgreiðslur eru verðtryggðar.
Starfsmenn sem eru við störf þann 1. febrúar 2012 fá greidda sérstaka
eingreiðslu, kr. 25.000,- miðað við fullt starf. Starfsmenn í hlutastarfi fá greitt
hlutfallslega miðað við starfshlutfall 1. febrúar 2012.
Það er mikilvægt að félagsmenn fylgist með því hvort þessi kjarasamningsbundna eingreiðsla skili sér með launagreiðslum.
Fyrir utan álver Century Aluminium í Ravenswood, Vestur Virginiu, í Bandaríkjunum heldur hópur eftirlaunaþega til í tjöldum og lætur ekki frost og hríð hafa áhrif á sig þrátt fyrir blóðrþýstingsvandamál, gikt og annan ellihrumleika. Fólkið heldur til þarna til að mótmæla einhliða uppsögn Century á sjúkratryggingum fólksins - sem flest hafði unnið nánast alla sína starfsævi hjá fyrirtækinu - m.a. vegna góðra trygginga sem það átti að njóta til dauðadags.