AFL starfsgreinafélag

Átök í áliðnaði

Fyrir utan álver Century Aluminium í Ravenswood, Vestur Virginiu, í Bandaríkjunum heldur hópur eftirlaunaþega til í tjöldum og lætur ekki frost og hríð hafa áhrif á sig þrátt fyrir blóðrþýstingsvandamál, gikt og annan ellihrumleika. Fólkið heldur til þarna til að mótmæla einhliða uppsögn Century á sjúkratryggingum fólksins - sem flest hafði unnið nánast alla sína starfsævi hjá fyrirtækinu - m.a. vegna góðra trygginga sem það átti að njóta til dauðadags.

 

Lesa meira

Hækkun á kaupliðum sjómanna.

thumb_hoffell1Kjarasamningar sjómanna á fiskiskipum hafa verið lausir frá 1. janúar 2011 og lítið miðar í viðræðum milli aðila enda nánast engar viðræður verið í gangi. Í desember 2010 lýsti formaður LÍÚ því yfir að ekki yrði samið við sjómenn fyrr en niðurstaða væri fengin varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögunum um stjórn fiskveiðanna.

Samkomulag hefur engu að síður orðið milli samtakana sjómanna, SSÍ, VM og FFÍ við  LÍÚ um að hækka kauptryggingu og aðra kaupliði hjá sjómönnum um sömu prósentu  og samið var um á almenna vinnumarkaðnum.
Kauptrygging og aðrir kaupliðir hjá sjómönnum hækka því um 3,5% frá og með 1. febrúar næstkomandi þrátt fyrir að samningar séu enn lausir.

Uppsagnarákvæði ekki nýtt

asiSamninganefnd ASÍ ákvað að segja ekki upp gildandi kjarasamningum þrátt fyrir vanefndir stjórnvalda á þeim fyrirheitum sem gefin voru við gerð þeirra.

Yfirlýsing samninganefndar ASÍ vegna endurskoðunar kjarasamninga
Samninganefnd ASÍ hefur í dag ákveðið að segja ekki upp gildandi kjarasamningum þrátt fyrir vanefndir stjórnvalda á þeim fyrirheitum sem gefin voru við gerð þeirra.

Ljóst er að mikill meirhluti aðildarfélaga Alþýðusambandsins telur að mikil verðmæti liggi í þeim launahækkunum sem kjarasamningarnir tryggja og að ekki sé forsvaranlegt að grípa til uppsagna þeirra við núverandi aðstæður. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar umræðu sem átt hefur sér stað um forsendur kjarasamninga og framgang þeirra undanfarnar tvær vikur meðal samninganefnda rúmlega 50 aðildarfélaga ASÍ. Aðeins þrjú þeirra vildu segja upp samningum.

Lesa meira

Segjum upp samningum!

Fundur samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags samþykkti nú fyrir skömmu ályktun þar sem hvatt er til að gildandi kjarasamningum á almennum markaði verði sagt upp en endurskoðunarnefnd Alþýðusambandsins þarf að skila ákvörðun á fimmtudag um það hvort endurskoðunarákvæði kjarasamningsins verði virkjuð.

AFL Starfsgreinafélag telur að fyrirhuguð skattlagning á lífeyrisréttindi launafólks á almennum markaði sérstaklega svo og svikið loforð um hækkun almannatryggingabóta vegi þyngra en þau verðmæti sem felist í núgildandi kjarasamningi.

Lesa meira

Launahækkanir og forsendur kjarasamninga.

thumb_kjaras2011Í kjarasamningum sem gengið var frá síðasta sumar er gert ráð fyrir endurskoðun á forsendum þeirra nú í janúar. Í byrjun janúar 2012 skal sérstök forsendunefnd fjalla sérstaklega um forsendur samningsins fyrir tímabilið 1. mars 2011 til 31. desember 2011. Hafi forsendur staðist heldur samningurinn gildi. Standist forsendur hans ekki getur tvennt komið til.

Lesa meira

Aðalfundur sjómannadeildar Afls var að venju haldinn milli jóla og nýárs.

thumb_sjomenn2Á fundinum voru rædd þau málefni sem brenna á sjómönnum. Þar eru  kjaramálin efst á blaði en samningamálin ganga hægt fyrir sig.
Verðlagsmálin, fiskverðssamningar, upptaka dagpeninga í stað sjómannaafsláttar, hækkun sektar fyrir kjarasamningsbrot, fækkun í áhöfnum, björgunarlaun, þyrlumál og mætingar á fundi voru þau mál sem meðal annars voru rædd.

Lesa meira

Sjómannadeild AFLs

thumb_hornarfjardarhofnAðalfundur sjómannadeildar AFLs Starfsgreinafélags verður haldinn að Búðareyri 1 Reyðarfirði miðvikudaginn 28. desember kl. 14:00
Dagskrá:
1.     Skýrsla formanns um liðið starfsár
2.     Kjaramál
3.     Kosning stjórnar
4.     Önnur mál

AFL Starfsgreinafélag
Sjómannadeild