Starfsgreinasamband Íslands hélt formannafund í gær þar sem m.a. var fjallað um ástand í efnahagsmálum og stöðu kjaramála en fyrir liggur að samkvæmt núgildandi kjarasamning eiga að koma til framkvæmda launahækkanir 1. mars.
AFL stóð fyrir kynningu á iðnnámi í námsverinu að Búðareyri 1 á Reyðarfirði í dag miðvikudaginn 4. febrúar. Nemendur úr 10. bekkjum grunnskólanna á svæðinu og nemendur úr ME og VA fjölmenntu á kynninguna. Hún tókst vel þrátt fyrir mikið fjölmenni, krakkarnir voru til fyrirmyndar og mjög áhugasamir um það sem fram fór.
Kynning á iðnnámi verður haldin í námsverinu að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, litla molanum á morgun miðvikudaginn 4. febrúar kl. 13 – 15. Fulltrúar frá Fræðslusetrinu Iðunni, Rafiðnaðarsambandinu og Verkmenntaskólanum í Neskaupstað munu kynna hinar ýmsu iðngreinar og möguleika til náms. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að mæta.
Fundaferð AFLs sem nú stendur yfir gengur vel. Formaður AFLs og framkvæmdastjóri eru nú á þriðja degi í vinnustaðaheimsóknum og hafa einnig verið haldnir almennir félagsfundir á Hornafirði og Djúpavogi og í kvöld verður almennur félagsfundur á Seyðisfirði.
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Austurlands sem dæmdi í vor fyrirtæki á Austurlandi til að greiða fyrrum starfsmanni 585.000,- vegna vangoldinna launa og frádráttar sem ekki þóttu standast. Starfsmaðurinn hafði áður boðið fyrirtækinu að ljúka málinu með 75.000 - 100.000 kr. eingreiðslu.
Formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, leggur á miðvikudag í fundaferð um félagssvæði AFLs. Áformaðir eru tugir funda og heimsókna á vinnustaði auk almennra félagsfunda á flestum þéttbýlisstöðum félagssvæðisins. Framkvæmdastjóri AFLs, Sverrir ALbertsson, verður frummælandi á fundunum ásamt Hjördísi.
Dagskrá fundanna er birt hér að neðan svo og fundarstaðir og tími.