AFL starfsgreinafélag

Orlofshús laus tímabil

thumb_einarsstair_23Úthlutun orlofshúsa fór fram á opnum fundi miðvikudaginn 22. apríl. Allir sem sóttu um eiga að hafa fengið bréf hvort sem þeir fengu úthlutun eða komust ekki að. Mikil aðsókn var á suma staði á vinsælustu orlofstímabilunum. Engu að síður standa þó nokkur tímabil óbókuð ennþá, félagsmönnu frjálst að sækja um þau í síma 4700305. Sjá laus tímabil: 

Lesa meira

AFL tveggja ára í dag

thumb_sameining_2007AFL Starfsgreinafélag er tveggja ára í dag. Félagið var stofnað 28. apríl 2007 á fjölmennum stofnfundi í Skrúð á Fáskrúðsfirði á sólbjörtum degin.

Sameiningarviðræður félaganna þriggja sem að stofnuninni stóðu höfðu þá staðið í eitt og hálft ár og gengið áfallalítið.

Lesa meira

Starfsmenn Malarvinnslunnar fá greitt

thumb_malarvinnslanÁbyrgðarsjóður launa hefur hafið greiðslu launa, orlofs og annarra réttinda sem starfsmenn Malarvinnslunnar á Egilsstöðum áttu við gjaldþrot fyrirtækisins.

Greiðslurnar eru innheimtar af Regula lögmannsstofu fyrir hönd starfsmannanna og eru þær færðar á reikning viðkomandi félagsmanna AFLs samstundis og þær berast.

Lesa meira

Verslunarmannadeildar AFLs

thumb_gunnhildur_imslandAðalfundur verslunarmannadeildar AFLs var haldinn á mánudaginn. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem málefndi deildarinnar voru rædd. Einnig var fjallað um niðurstöður hópavinnu ársfundar trúnaðarmanna, hlutverk verkalýðshreyfingarinnar í efnahagsþrengingum og fleira. Gunnhildur Imsland var endurkjörinn formaður. Erla G. Einarsdóttir Höfn Varaformaður.

Lesa meira

Aðalfundir deilda félagsins

Verslunarmannadeild AFLs
Mánudaginn 20. apríl kl. 20:00
Í húsi félagsins að Víkurbraut 4, Höfn Hornafirði 

Iðnaðarmannadeild AFLs - IMA
Þriðjudaginn 21. apríl kl. 20.000
Í húsi félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði

 
Verkamannadeild AFLs
Föstudaginn 24. apríl kl. 20:00
Í húsi félagsins að Búðareyri 1, Reyðarfirði
 

Lesa meira

Forsetabréf ASÍ

Apríl fréttabréf ASÍ er komið út. Fréttabréfið er hér að neðan. 

Meðal efnis í fréttabréfi aprílmánaðar er forsetabréf þar sem m.a. er fjallað um mikilvægi trúverðugleika Íslands í endurreisnarferlinu. Einnig er fjallað um rökin fyrir því afhverju ASÍ telur rétt að fara í aðildarviðræður við ESB, rætt um greiðsluvanda heimilanna og bráðaaðgerðir gegn atvinnuleysi og að lokum er Genfarskólinn kynntur.

Lesa meira