AFL starfsgreinafélag

Samninganefnd AFLs: Ekki frekari frestun

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags fundaði seinnipartinn í dag. Fundurinn var vel sóttur eða um 40 fulltrúar. Fundurinn hvetur forystu ASÍ til að standa fast á kröfu um áður umsamdar launahækkanir en hvetur jafnframt til samstöðu innan hreyfingarinnar. ályktunina má sjá hér:

Lesa meira

Iðnaðarmenn athugið!

Aukaaðalfundur iðnaðarmannadeildar verður haldinn í Námsveri, Búðareyri 1 Reyðarfirði 10. júní kl. 20:00.

Dagskrá: Kosning stjórnar deildarinnar, staða kjaramála, önnur mál.

Samninganefnd AFLs boðuð til fundar?

Búast má við að samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags verði boðuð til fundar með stuttum fyrirvara - sennilega fyrir helgi. Starfsgreinasamband Íslands kynnti á formannafundi sambandsins í dag tilboð SA vegna framlengingar kjarasamninga og er ætlunin að kanna formlega afstöðu einstakra félaga á næstu dögum.

Lesa meira

Stopp á Seyðisfirði

BrimbergFlaedilinaBoðuð hefur verið rekstrarstöðvun vegna hráefnisskorts í fiskiðjuveri Brimbergs. Stöðvunin var kynnt starfsfólki með fjögurra vikna fyrirvara nú fyrir mánaðarmótin.

Þetta er venjubundin stöðvun hjá Brimbergi sem setur togarann Gullver í slipp á hverju ári.

Réttindi ekki skert hjá Stapa

Aðalfundur Stapa lífeyrisssjóðs thumb_stapivar haldinn í gær í Mývatnssveit. Á fundinn mættu 17  fulltrúar AFLs. Á fundinum voru afgreidd hefðbundin ársfundarstörf. Afkoma sjóðsins á síðasta ári ber keim að því umhverfi sem hann starfar í og var niðurstaða ávöxtunar hans nafnávöxtun upp á 0,21% en raunávöxtun -13,88%. Ekki var borin upp tillaga að skerðingum réttinda  á fundinum og því verður engin skerðing hjá Stapa, en margir lífeyrissjóðir hafa þurft að skerða réttindi sjóðfélaga sinna á ársfundum undanfarna daga. Þótt afkoma Stapa sé slæm þá er hún mun betri en flestra sambærilegra sjóða.  Afkoma séreignasjóða Stapa var mjög góð. Sjá nánar á www.stapi.is

Aðalfundur

thumb_stapiÁrsfundur  Stapa lífeyrissjóðs verður haldinn  fimmtudaginn 28. maí n.k. í Hótel Reynihlíð Mývatnssveit og hefst kl. 14.00.  Ársfundurinn er opinn öllum sjóðfélögum með málfrelsi og tillögurétti.
Atkvæðisrétt hafa þeir einir sem kosnir hafa verið á fundinn sem fulltrúar þeirra aðildarfélaga, sem að sjóðnum standa (svokallað fulltrúaráð).  AFL á rétt á 19 fulltrúum og voru þeir kosnir á aðalfundi félagsins nú í maí.

Lesa meira

Fréttatilkynning. Samfélagssjóður Alcoa styrkir Starfsendurhæfingu Austurlands

thumb_strafs2013Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja Starfsendurhæfingu Austurlands um 70.000 Bandaríkjadali, eða um 8,9 milljónir króna á tveggja ára tímabili. Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, afhenti fyrri hluta styrksins, 35.000 Bandaríkjadali í dag, mánudaginn 18. maí.

Lesa meira