AFL starfsgreinafélag

AFL aðili að framlengingu samninga

AFL Starfsgreinafélag er aðili að framlengingu kjarasamninga sbr. frétt hér að neðan. Í gær var í fréttum að fimm aðildarfélögum ASÍ hefði borist bréf þar sem þau voru spurð hvort félögin óskuðu að rjúfa sig úr samfloti með öðrum aðildarfélögum ASÍ.

Lesa meira

Skrifað undir framlengingu samninga: Lágmarkslaun hækka!

Rétt í þessu var skrifað undir frestun kjarasamninga Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands. Launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars n.k. er frestað fram á sumar. Hins vegar hækkar tekjutrygging eða lágmarkstaxtar úr 145 þúsund krónum í 157 þúsund krónur.

Lesa meira

Rofnar samstaða ASÍ félaga?

Boðaður hefur verið fundur fimm félaga innan Así vegna erindis sem borist hefur frá forseta ASÍ þar sem félögin eru spurð hvort þau óski að segja sig frá samfloti aðildarfélaga ASÍ. Formenn viðkomandi félaga eru nú að leita samráðs við samninganefndir félaganna og samverkafólk sitt hjá félögunum.

Fundurinn í dag verður símafundur en búast má við að félögn haldi fund á morgun eða fimmtudag þar sem formenn og aðrir í forystu félaganna hittist til að ræða óvænt erindi forseta ASÍ.

Félagsskírteini á leið í pósti

flagsskrteini_004Starfsfólk AFLs á Reyðarfirði var í óða önn að prenta út, plasta og ganga frá félagsskírteinum AFLs. Skírteinin komast í póst nk. mánudag en nauðsynlegt getur verið fyrir félagsmenn að sýna fram á félagsaðild sína vegna t.d. orlofskosta félagsins. Á myndinni er Gosia Libera, starfsmaður AFLs  á Eskifirði og Reyðarfirði létt í lund við vinnu sína.

Tillögu um atkvæði vísað til samninganefndar

Á fundi formanna ASÍ sl. mánudag flutti formaður AFLs, Hjördís Þóra, tillögu þess efnis að ákvörðun um frestun taxtahækkana kjarasamninga, ef til kæmi, yrði vísað til allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna. Með Hjördísi á tillögunni voru m.a. formaður Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Drífanda úr Vestmannaeyjum. Tillagan kom ekki til atkvæða en var vísað til samninganefndar ASÍ.

Nýting á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags

SólheimarBúið er að gera upp nýtingu á orlofsíbúðum AFLs Starfsgreinafélags fyrir árið 2008 og verður að segjast að hún er með ágætum. Meðalnýting allra íbúða er 83,61% sem teljast verður allgott. Þá ber að geta þess að inni í þessu hlutfalli er tímabil sem notuð voru til viðhalds og viðgerða á íbúðunum og skekkir það myndina talsvert til lækkunar á leiguhlutfallinu.

Lesa meira

Samningar skuli standa!

Samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags var á fundi nú í kvöld og lauk fundinum með því að meðfylgjandi ályktun var samþykkt með þorra atkvæða gegn tveimur.

Lesa meira