AFL starfsgreinafélag

AFL semur við sveitarfélögin!

AFL Starfsgreinafélag hefur undirritað framlenginu á gildandi kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga með nokkrum breytingum í anda stöðugleikasáttmála er gerður var í síðustu viku. 

Megináhersla var lögð á að hækka launataxta sem eru undir 180.000 kr. og kemur sú hækkun í þremur áföngum. Laun hækka nú frá 1. júlí, 1. nóvember nk. og 1. júní 2010.

Lesa meira

SGS semur við ríkið!

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands skrifaði í gær undir framlengingu og breytingu á  kjarasamningi við fjármálaráðuneytið. Helstu atriði samningsins eru:

Lesa meira

Fundur hjá samninganefnd AFLs

thumb_fundur_samninganefndar_aflsÍ gærkvöldi var haldinn fundur samninganefndar AFLs Starfsgreinafélags að Búðareyri 1 á Reyðarfirði.  Mæting var nokkuð góð og komust menn að einróma niðurstöðu varðandi afstöðu til nýs kjarasamnings ASÍ og SA og hefur sú niðurstaða verið send Alþýðusambandi Íslands. 

Stöðugleikasáttmáli - Samninganefnd AFLs boðuð

samningur_as_og_saÍ dag var undirritaður kjarasamningur ASÍ og SA sem framlengir gildandi samninga fram undir áramót 2010. Ennfremur gerðu aðilar ásamt ríkisstjórninni og öðrum samböndum launafólks sáttmála sem stuðla á að enduruppbyggingu efnahagslífs eftir hrun frjálshyggjunnar.

Lesa meira

Samninganefnd AFLs í viðbragðsstöðu!

Fulltrúar í samninganefnd AFLs Starfsgreinafélags eru beðnir um að vera viðbúnir að mæta á fund nefndarinnar með stuttum fyrirvara - en til greina kemur að fundur verði boðaður með mjög stuttum fyrirvara nú fyrir helgi.

Lesa meira

100. stjórnarfundur Landsmenntar.

thumb_100stjornarflandsmÁ  föstudag var haldinn 100. stjórnafundur Landsmenntar . Landsmennt er fræðslusjóður verkafólks á landsbyggðinni og fyrirtækja á almenna markaðnum. Til sjóðsins var stofnað í kjarasamningum árið 2000 og tók hann til starfa 2001. Í tilefni þessa voru aðilafélögum og aðildarfyrirtækjum  boðið til ársfundar þar sem kynntar voru helstu  niðurstöður úr rekstri sjóðsins fyrir árið 2008 ásamt nýtingu félagsmanna og fyrirtækja á sjóðnum.
Stjórn sjóðsins er skipuð 3 fulltrúum stéttarfélaganna og 3 fulltrúum SA.  Forstöðumaður sjóðsins er Kristín Njálsdóttir.

Umræða um kjarasamninga

Formannafundur ASÍ var haldinn í gær 11. júní, á fundinum var farið yfir stöðu í viðræðum við SA um kjarasamningana, jafnframt var kynnt sú vinna sem verið hefur í gangi og ASÍ hefur tekið þátt í um efnahagsmálin, stöðu heimila, fyrirtækja og úrbætur í þeim efnum. Einnig var kynnt aðkoma ASÍ að svokölluðum stöðugleika sáttmála. Á fundinum var samþykkt tillaga þar sem lýst var yfir fullu trausti við störf samninganefndar í vinnu hennar við að uppfylla ákvæði kjarasamninga.