Mikil vonbrigði með þróun efnahagsmála
Miðstjórn Samiðnar samþykkt á fundi sínum í dag harðorða ályktun stöðu efnahagsmála:
Miðstjórn Samiðnar samþykkt á fundi sínum í dag harðorða ályktun stöðu efnahagsmála:
Úthlutað var í íbúð félagsins á Spáni í gær. Alls bárust 26 umsóknir um þau 8 tímabil auglýst voru til umsóknar. Því varð úthlutað í öll tímabilin en þeir sem fengu úthlutun hafa fram til 6. mars til að staðfesta bókunina en falli þeir frá henni verður íbúðin boðin þeim sem ekki fengu úthlutun og síðan hverjum félagsmanni er vill.
Einnig er enn tímabil laus sem ekki þarf að sækja sérstaklega um en það eru: 27. mars – 10. apríl, 17. apríl – 1. maí, 1. maí – 15. maí og 15. maí – 29. maí.
Staðfestingabréf til þeirra er fengu úthlutað fóru í póst í morgun.
Sjá nánar um íbúðina á Spánaríbúð AFLs
Um 130 manns mættu á fund er Útvegsmannafélag Austurlands, Seyðisfjarðarkaupstaður og Fjarðabyggð, boðuðu til í gær undir yfirskriftinni "Sjávarútvegur í óvissu" og fjallaði að mestu um fyrningarleið veiðiheimilda er ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni.
Meðal frummælenda var Sverrir Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, en með honum á fundinum var einnig Grétar Ólafsson, formaður Sjómannadeildar AFLs.
AFL Starfsgreinafélag hélt góðan fund á laugardag þar sem rætt var um úrræði sem félagið gæti boðið atvinnulausum félagsmönnum upp á. Fundurinn var boðaður á Egilsttöðum og sóttu hann félagar frá Héraði og Djúpavogi.
Ákveðið var m.a. að reyna að koma á vikulegum "vöfflufundum" á skrifstofunum á Egilsstöðum og Djúpavogi til að byrja með - og verða fyrstu vöffludagarnir á morgun, þriðjudag, kl. 10:00