AFL starfsgreinafélag

Ársfundur trúnaðarmanna AFLs

arsfundur2010Ársfundur trúnaðarmanna AFLs hefst á morgun og eru í dag síðustustu forvöð að skrá sig til þátttöku. Sjá dagskrá og fyrri kynningu hér að neðan.

Lesa meira

Launahækkanir?

Frestun launahækkana 2009 byggði m.a. á stöðugleikasáttmála verkalýðshreyfingarinnar við Samtök Atvinnulífsins og ríkisvald.  Efndir ríkisvalds hafa ekki verið miklar og nægir að minna á að nánast engar verklegar framkvæmdir eru á dagskrá eða hafa verið boðaðar. Nú hafa Samtök Atvinnulífsins sagt sig frá stöðugleikasáttmálanum og því hljóta launahækkanir þær er félagsmenn samþykktu frest á að koma til framkvæmda.

Lesa meira

AF hverju tekur langan tíma að innheimta launin mín?

Lögmenn AFLs hafa tekið saman punkta um innheimtuferil launa þegar fyrirtæki verða gjaldþrota. Þetta er gert til upplýsinga fyrir félagsmenn sem finnst þetta ganga ákaflega hægt enda biðin löng eftir launum sem fólk er þegar búið að vinna fyrir og þarf á að halda.

Lesa meira

Dagskrá Ársfundar trúnaðarmanna

arsfundur2010Dagskrá Ársfundar trúnaðarmanna AFLs Starfsgreinafélags liggur nú fyrir. Eins og áður hefur komið fram verður efni fundarins helgað starfssemi félagsins og stefnumótun. Aðeins einn frummælandi verður sóttur út fyrir raðir félagsmanna en það er Gísli Sverrir Árnason, stjórnsýslufræðingur, en hann skrifaði m.a. sögu verkalýðshreyfingarinnar í Austur Skaftafellssýslu. Skráning trúnaðarmanna stendur nú yfir og virðist stefna í mjög góða þátttöku þeirra. Fundurinn er aðeins opinn kjörnum trúnaðarmönnum AFLs á vinnustöðum svo og stjórn félagsins og starfsfólki.

Lesa meira

Silfursmíði og handverkssýning

img_8069Undanfarnar vikur hafa níu konur stundað 170 kennslustunda fjölvirkjanám í Námsverinu á Reyðarfirði en námskeiðið er skipulagt af ÞNA í samvinnu við Vinnumálastofnun.  Í fjölvirkjanáminu hefur aðal áherslan verið lögð á handverk og þá sérstaklega fatasaum, prjón og silfursmíði.  Auk þess hafa konurnar fengið kennslu í sjálfstyrkingu og samskiptum og  gerð færnimöppu og ferilskrár.  Námskeiðinu lýkur með útskrift og sýningu á verkum nemendanna þann 9. apríl n.k.  Ekki var annað að sjá í dag en að konurnar væru hæst ánægðar með námskeiðið enda hafa þær nú þegar beðið um framhaldsnámskeið.

Lesa meira

Fisktækninám: Veiðar, vinnsla og eldi

25. mars nk. verður opnaður formlega Fisktækniskóli Suðurnesja, í Grindavík. Nám í skólanum skiptist í þrjár deildir, hásetanám, nám í fiskvinnslu og og fiskeldi.

Starfsgreinasamband Íslands ályktaði á fundi sínum á þriðjudag um þörf á að gera nám í undistöðuatvinnuvegi þjóðarinnar að forgangsverkefni á næstu árum. Sjá ályktun SGS hér að neðan.

Lesa meira

Áskiljum okkur rétt til aðgerða

Stjórn AFLs hvetur þingmenn til að hysja upp um sig buxurnar og vinna verkin sín. Annars eru þeir óþarfir og rétt að velja aðra - ekki eins verkfælna einstaklinga til verka.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar AFLs Starfsgreinafélags í dag.

Lesa meira