Skerðing atvinnuleysisbóta vegna greiðsla úr séreignasjóðum
Ástæða er til að vekja athygli á breytingum sem gerðar voru á lögum um atvinnuleysistryggingar sem tóku gildi í júní sl.
Ástæða er til að vekja athygli á breytingum sem gerðar voru á lögum um atvinnuleysistryggingar sem tóku gildi í júní sl.
Sumarhúsið í Klifabotni í Lóni er laust 23. - 30. júlí. Fyrstur kemur, fyrstur fær!
Fyrstu byrjunarörðugleikar hafa komið í ljós með notkun orlofsávísana AFLs. Hjón sem ætluðu að greiða fyrir máltíð á hóteli einu á félagssvæðinu fengu upplýsingar um að einungis væri hægt að nota ávísunina til greiðslu fyrir gistingu.
Þetta var ekki það sem AFL taldi sig hafa samið um og hefur hótelið verið fjarlægt af lista okkar þar til leyst hefur verið úr þessum ágreiningi.
Listinn er birtur hér að neðan leiðréttur og ennfremur í valmyndini hér til hægri.
AFL Starfsgreinafélag býður í sumar, í samvinnu við Ferðaskrifstofu Austurlands og ferðaþjónustuaðila, upp á orlofsávísanir sem unnt verður að greiða með fyrir veitingar, gistingu og þjónustu hjá völdum hópi ferðaþjónustuaðila á öllu Austurlandi.
Orlofsávísanir félagsins eru gefnar út í tveimur verðflokkum, kr. 10.000 og kr. 5.000. Félagsmenn AFLs geta keypt þessar ávísanir á skrifstofum félagsins fyrir kr. 5.000 og kr. 2.500 og notað þær síðan til að greiða fyrir hjá þeim ferðaþjónustuaðilum sem þær gilda hjá.