AFL starfsgreinafélag

Námskeið á vegum AFLs

Launaviðtalið
Farið er yfir að hverju þarf að huga þegar kemur að launaviðtali. Skoðað er hvaða spurninga þarf að spyrja, farið yfir framkomu og hvernig launamaðurrökstyður mál sitt.
Staður og tími: Hús AFLs við Víkurbraut 8. nóv.  kl. 19:30 – 21:00 Leiðbeinandi: Ragnhildur Jónsdóttir

Fundarritun og fundarstjórn
Farið er í gegnum helstu atriði góðra fundargerða og hvert verksvið fundarritara er, hvað eru aðalatriði og aukaatriði og hvað þarf að koma fram í fundargerðum.

Lesa meira

Öflugt trúnaðarmannanámskeið AFLs

img_2527Nýverið lauk trúnaðarmannanámskeiði II sem AFL hélt á Eyjólfsstöðum á Héraði. Leiðbeinendur voru Sigurlaug Gröndal og Guðmundur Hilmarsson meðal annarra.

Þar sem trúnaðarmenn voru langt að komnir var tíminn nýttur og á meðan námskeiðinu stóð var m.a. trúnaðarráðsfundur félagsins á Egilsstöðum sem nokkrir trúnaðarmannanna sóttu og þegar námskeiðinu lauk stóð félagið fyrir námskeiði í fundarstjórn og fundarritun sem margir trúnaðarmannanna tóku svona á "heimleiðinni.  mynd: Jens Hjelm

Forsetabréf - Upp úr hjólförunum

Í fréttabréfi ASí segir "Til að komast upp úr hjólförunum þurfum við hugrekki og breyttar forsendur til að lenda ekki í sömu pyttum og við erum að glíma við. Við þurfum skýra framtíðarsýn um hvert við viljum fara og stefnufestu til þess að hrekjast ekki af leið. Við þurfum að setja þarfir fólks og fyrirtækja í öndvegi, ekki pólitískar kreddur". Fréttabréfið í heild

Tvö ár í næsta ársfund ASÍ?

picture_028Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti ASÍ til tveggja ára á nýafstöðnum ársfundi ASÍ er lauk á föstudag. Signý Jóhannesdóttir, SGS, var kjörin varaforseti, en Ingibjörg Guðmundsdóttir fyrrverandi varaforseti gaf ekki kost á sér til endurkjörs.

Sverrir Albertsson, AFLi, er setið hefur í miðstjórn ASÍ, var ekki í kjöri til miðstjórnar, en fulltrúum SGS fækkaði um einn. Hann hlaut kjör sem varamaður.

Lesa meira

Samningaviðræður hafnar við Alcoa.

thumb_AlcoaSamninganefndir AFLs og Rafiðnaðarsambands Íslands hittu fulltrúa Alcoa á fyrsta fundi á föstudag í síðustu viku til að ræða endurnýjun gildandi kjarasamnings.
Á fundinum voru kynnt markmið viðræðnanna og einnig lögðu  félögin fram óskir um breytingar á samningum og útskýrðu þær. Næsti fundur aðila er næstkomandi föstudag.
Launakröfur verða ekki lagar fram fyrr en í byrjun nóvember í samræmi við viðræðuáætlun.

Mótmælum niðurskurði á HSA

Fyrirhuguðum niðurskurði á heilbrigðisþjónustu á Austurlandi verður mótmælt á sunnudag kl. 13:00 á Seyðisfirði. Niðurskurðurinn sem boðaður hefur verið mun hafa veruleg áhrif og er talið að 90 - 100 starfsmönnum HSA verði sagt upp og þjónusta stórlega skert.

AFL hvetur Austfirðinga til að láta til sín taka í mótmælum gegn þessari aðför að lífskjörum og öryggi íbúa.