AFL starfsgreinafélag

Hitaveita á Einarstaði ?

Stjórn AFLs ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að hefja endurbyggingu orlofshúsa félagsins á Einarsstöðum. Stefnt er að því að fimm húsa félagsins verði tekin í gegn í vetur, innra skipulagi breytt og skipt um innréttingar, tæki og gólfefni.

Á sama fundi var formanni AFLs, Hjördísi Þóru, falið að fara með umboð félagsins á eigendafundi orlofsbyggðarinnar sem boðaður hefur verið en þar verður tekin ákvörðun um það hvort byggðin verði hitaveituvædd.

Lesa meira

Starfsdagur AFLs fyrir grunnskólastarfsmenn

Starfsdagur starfsmanna grunnskóla á Austurlandi sem eiga félagsaðild að AFLi Starfsgreinafélagi verður haldinn í 4. sinn 10. september nk. Þessi starfsdagur hefur verið mjög vel sóttur af félagsmönnum okkar og þótt takast vel til.

Lesa meira

Aldrei aftur

img_9347-1Sumarleyfum starfsmanna AFLs er að ljúka og eru skrifstofur félagsins að ná fullri virkni á nýjan leik. Nokkrir starfsmenn koma til baka úr sumarleyfi strax eftir helgi og þeir síðustu snúa til baka um mánaðarmótin.

Eins og fram hefur komið hér á síðunni fór starfsmannafélag AFLs í stutta ferð til Póllands og heimsótti þá m.a. útrýmingarbúðirnar í Birkenau við Auswitch.

Lesa meira

Starfsfólk AFLs í Saltnámunum

img_9176Starfsfólk AFLs er á ferðalagi í Póllandi ásamt mökum sínum. Ferðin er farin undir styrkri stjórn Gosiu Libera, eins starfsmanna félagsins og hefur félag starfsmanna safnað í sjóð í rösk tvö ár til að standa straum af ferðinni.

Lesa meira

Getur Starfsendurhæfing Austurlands hjálpað þér?

Starfsendurhæfing  Austurlands (StarfA) býður upp á náms- og atvinnutengda endurhæfingu þar sem unnið er að andlegri og líkamlegri endurhæfingu. Bæði er um einstaklingsmiðaða ráðgjöf að ræða og hópvinnu. Meðal starfsmanna StarfA er einnig ráðgjafi stéttarfélaganna sem annast ráðgjöf og milligöngu um atvinnutengda endurhæfingu sem studd er af VIRK - endurhæfingarsjóði atvinnulífsins.

Lesa meira

Hægir á fjölgun örorkulífeyrisþega

Verulega hefur hægt á fjölgun örorkulífeyrisþega, þ.e. þeirra sem skráðir eru með 75% örorku eða meira, á þessu ári miðað við það síðasta. Fjöldi örorkulífeyrisþega var 15.842 þann 1. júlí síðastliðinn en hann var 15.677 í ársbyrjun þannig að fjölgunin á árinu nemur 165 einstaklingum á fyrri hluta ársins. Þetta er mikil breyting frá fyrri árum þar sem örorkulífeyrisþegum fjölgaði um 500-1.300 árlega á árabilinu 2004-2009. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins.

Lesa meira