Vika símenntunar verður haldin 22. - 28. september nk. Í viku símenntunar verður staðið fyrir kynningum og fræðslu í fyrirtækjum til að vekja athygli á gildi símenntunar á vinnumarkaðnum.
12. september nk. gengst AFL Starfsgreinafélag fyrir starfsdegi starfsfólks grunnskóla á félagssvæðinu. Dagskrá hefst klukkan 10 og stendur til 16. Starfsdagurinn verður á Hótel Héraði, Egilsstöðum.
Vinir og ættingjar Hrafnkels A. Jónssonar, fyrrv. formanns Verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifirði, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins og forstöðumanns Héraðsskjalasafnsins á Egilsstöðum, sem lést á síðasta ári, hafa ráðist í útgáfu minningarbókar um Hrafnkel. Sjá tilkynningu frá útgefendum.
Verkamannadeild AFLs mun gangast fyrir ráðstefnu upp úr miðjum september þar sem kjaramál og endurskoðun launaliða almennra kjarasamninga nk. áramót verða til umfjöllunar auk kjarasamninga starfsmanna sveitarfélaga sem lausir verða í haust.
Seyðisfjarðarkaupstaður hefur svarað erindi formanns AFLs er sent var fyrr í mánuðinum. Hjördís Þóra, formaður AFLs, sendi sveitarfélögum á Austurlandi, erindi í kjölfar launakönnunar félagsins hjá vinnuskólum og unglingavinnu á Austurlandi.
AFL hefur borist ábending um veitingastað á félagssvæði sem er rekinn með vinnuafli 5 erlendra stúlkna er vinni 6 - 7 klst. hver daglega, 7 daga vikunnar og þiggja fyrir það um 80.000 kr. mánaðarlaun auk fæðis og húsnæðis. Starfsfólkið er skráð sem ferðamenn og greiða ekki skatta.
Starfsgreinasamband Íslands hefur gengið frá nýjum stofnanasamningi við Vegagerðina og tekur samningurinn gildi frá 1. júlí sl. Samkvæmt samningnum geta starfsmenn hækkað um 1 - 3 launaflokka eða grunnraðast í launaflokka 9 - 14 en röðuðust áður í 7 - 10. Grunnröðun til viðbótar geta komið allt að fimm launaflokkar, eftir starfsreynslu og menntun. Sjá samninginn í heild vegagerðin_2008