AFL starfsgreinafélag

Vinnuskólar / unglingavinna: Bestu launin fyrir vestan

Í lauslegri könnun sem stéttarfélögin hafa verið að vinna á launakjörum í vinnuskólum víða um land kemur í ljós að launakjör 16 ára unglinga eru best á Suðurfjörðum Vestfjarða, Vesturbyggð og Tálknafirði eða 735 kr á tímann. Fast á hælana er síðan Grýtubakkahreppur við Eyjafjörð með 732 og síðan Fjarðabyggð með 705 kr  og Ísafjörður og Súðavík með 702 kr. á tímann.

Lesa meira

Samningur um ákvæðisvinnu við línu og net.

Starfsgreinasambandið hefur, fyrir hönd aðildarfélagarfélaganna,  gengið frá samningi við Landssamband smábátaeigenda um beitningu, uppstokkun og aðra  línuvinnu svo og vinnu við netaafskurð og fellingu neta.  Jafnframt eru inni í samningum ákvæði um fellingu grásleppuneta.

Lesa meira

Vinnuskólar sveitarfélaga.

Gerð hefur verið lausleg könnun á þeim launum sem 14, 15 og 16 ára börn og unglingar fá fyrir vinnuframlag sitt hjá sveitafélögum. Fram kemur að umtalsverður munur virðist vera þar á og  ekki virðast vera sömu viðmiðanir þegar þessi laun eru reiknuð.

Lesa meira

Skrifstofur AFLs verða lokaðar vegna sumarorlofs starfsmanna sem hér segir:

 Seyðisfjörður   frá 14. júlí    til 21. júlí
 Vopnafjörður   frá 14. júlí    til  5. ágúst
 Eskifjörður    frá 29. júlí    til 18. ágúst
 Norðfjörður    frá  8. júlí    til 23. júlí
 Hægt er að hafa samband við aðrar skrifstofur AFLs í síma 4700300

Verkalýðsfélög sameinast yfir úthöf

thumb_workersunitingEitt stærsta verkalýðsfélag heims er að verða til þessa dagana en United Steel Workers of America og Unite the Union of Great Britain skrifuðu á miðvikudag undir samkomulag um stofnun "Workers Uniting" með sameiningu þessara félaga.

Lesa meira

Sumarlokun á Vopnafirði

SmábátarVegna sumarleyfa starfsfólks verður frystihúsi HB Granda á Vopnafirði lokað í 5 vikur í sumar. á vef HB Granda segir "Að Sögn Torfa Þ. Þorsteinssonar, framleiðslustjóra landvinnslunnar hjá HB Granda, hefst sumarlokun í frystihúsinu á Vopnafirði þann 4. júlí nk. en vinnsla hefst að nýju 11. ágúst".

Kjarasamningur við ríki samþykktur

Atkvæðagreiðslu um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna, við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar á kjarasamningi aðila, sem skrifað var undir 26. maí s.l., lauk nú upp úr hádeginu. Samkomulagið var samþykkt.

Lesa meira