Sl. föstudag mótmælti AFL Starfsgreinafélag uppsögnum 8 starfsmanna Fossvíkur og tilkynnti í bréfi að starfsfólk fyrirtækisins tæki við uppsagnarbréfunum með fyrirvara um lögmæti þeirra. AFL telur uppsagnirnar vera ólögmætar þar sem um þessar mundir eru að verða aðilaskipti á rekstri fyrirtækisins.
Horst Wolfang Mueller kom fram í fréttum í gærkvöld og sakaði mig m.a. um atvinnuróg og útlendingahatur og ýmislegt fleira. Staðreyndir málsins eru m.a. þessar:
Margoft hefur þurft að hafa afskipti af launamálum og framkomu veitingahaldara á Café Margaret í gegnum árin. Fyrir nokkrum árum var gerð sátt við Vökul Stéttarfélag (eitt stofnfélaga AFLs) vegna launa starfsfólks það sumar. Eitt mál er í innheimtuferli.
Veitingamaðurinn á Café Margaret á Breiðdalsvík réðst í morgun á framkvæmdastjóra AFLs Starfgreinafélags, Sverri Albertsson, á skrifstofu félagsins á Egilsstöðum. Tilefni árásarinnar er frétt er 24 stundir fluttu í síðustu viku um félagsleg niðurboð starfsfólks á ónefndu veitingahúsi á Austurlandi. Með fréttinni birti blaðið mynd af Café Margaret og sagði að samkvæmt heimildum blaðsins væri þetta veitingahúsið sem við væri átt.
Á fundi trúnaðarmanna AFLs og Rafiðnaðarsambandsins í gærkvöld baðst Ingibjörg Hjaltadóttir lausnar sem yfirtrúnaðarmaður félaganna hjá ALCOA Fjarðaáli. Kjör yfirtrúnaðarmanns fór síðan fram samkvæmt starfsreglum fulltrúaráðs félaganna hjá ALCOA og var Sævar Örn Arngrímsson, vélvirki, einróma kjörinn yfirtrúnaðarmaður starfsmanna.
Verkamannadeild AFLs mun gangast fyrir ráðstefnu 19. - 20. september þar sem kjaramál og endurskoðun launaliða almennra kjarasamninga nk. áramót verða til umfjöllunar auk kjarasamninga starfsmanna sveitarfélaga sem lausir verða í haust. Ráðstefnan verður haldin í Neskaupstað.
ALCOA hefur tilkynnt um uppsagnir 300 starfsmanna sinna í álverinu í Rockdale, Texas, og ennfremur að um 100 starfsmenn undirverktaka muni missa atvinnu sína. Ástæða uppsagnanna er sögð óhagstætt orkuverð. Sjá nánar á fréttasíðu í Rockdale Rockdale Reporter um fjöldauppsagnir ALCOA
Á næstu dögum verður Námskeiðaáætlun AFL fyrir haustið 2008 kynnt fyrir félagsmönnum svo og starfsdagskrá fram að áramótum. Um miðjan október hefst metnaðarfullur tölvuskóli AFLs sem verður auglýstur sérstaklega.