AFL starfsgreinafélag

Lækkun leikskólagjalda í Fjarðabyggð

Frá og með 1. júní 2008 greiða foreldrar í Fjarðabyggð aðeins vistunargjald fyrir eitt barn á leikskóla. Á bæjarráðsfundi þriðjudaginn 27. maí var ákveðið að fella niður vistunargjald af öðru barni en áður hafði sveitarfélagið samþykkt fjögurra klukkustunda gjaldfrjálsa vistun fyrir fimm ára börn. Með þessari ákvörðun vill sveitarfélagið sýna í verki að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem barnafólk finnur að það er á góðum stað. (Af heimasíðu Fjarðabyggðar)

Orlofsdagar - lenging hjá sumum

Í samningum við Samtök atvinnulífsins sem gerðir voru í febrúar urðu breytingar á orlofi. Engar breytingar urðu á lágmarksorlofinu, það er óbreytt 24 dagar og 10,17% af öllu kaupi. Orlofsuppbætur.  Breytingarnar koma síðan inn til þeirra sem lengur hafa starfað með eftir farandi hætti:

Lesa meira

Nýr kjarasamningur við ríkið

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning   fyrir félagsmenn sem starfa hjá Ríkinu. SGS var með umboð AFLS  til að ljúka samningi og var skrifað undir í nótt. Samningurinn gildir einungis til  11 mánaða eða til loka mars 2009. 

Félagsmönnum verður kynntur samningurinn á næstu dögum og  póstatkvæðagreiðsla verður viðhöfð og þarf henni að vera lokið 20. júní nk.  Sjá samninginn hér

Lesa meira

Orlofsuppót greiðist 1. júní

Gjalddagi orlofsuppbótar er 1. júní í ár í stað 15. ágúst eins og verið hefur. Upphæð orlofsuppbótar fer eftir því hvaða kjarasamningi er unnið eftir. Í töflunni hér að aftan er gefið til samanburðar upphæð orlofsuppbótar síðasta árs og upphæð til greiðslu nú.

Lesa meira

Ungt fólk á leið á vinnumarkað

thumb_skolakynning_001 AFL Starfsgreinafélag stendur nú fyrir kynningum í grunnskólum á Austurlandi. Kynnt eru réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Í gær voru það unglingar á Fáskrúðsfirði sem fengu leiðbeiningar. 

Lesa meira

Hjördís endurkjörin formaður AFLs

Á glæsilegum aðalfundi félagsins sl. laugardag, sem haldinn var í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði, var Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, endurkjörinn formaður AFLs með lófataki.

Lesa meira