AFL: Símenntunarverðlaun 2008
Miðstjórn ASÍ á Kárahnjúka
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mun halda reglubundinn miðstjórnarfund sinn á Egilsstöðum seinnipartinn í dag, en miðstjórn heldur reglulega fundi sína fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Hópurinn kom með morgunvélinni til Egilsstaða þar sem Oddur Friðriksson, yfirtrúnaðarmaður á Kárahnjúkasvæðinu tók á móti þeim og mun fylgja miðstjórnarfólki um framkvæmdasvæðið á Fljótdalsheiði fyrir fund. Þetta er sennilega síðasta heimsókn Grétars Þorsteinssonar, forseta ASÍ, á Austurland í þessu æðsta embætti verkalýðshreyfingarinnar.
Vinnusöm kjaramálaráðstefna að baki
AFL Starfsgreinafélag ályktar um kjaramál
Kjaramálaráðstefna AFLs Starfsgreinafélags, verkamannadeildar, ályktaði í gær um kjaramál. Ályktunin fer hér á eftir en meðal atriða í henni má nefna að félagið hafnar upptöku evru sem lausn á núverandi vanda. Þá telur félagið eðlilegt að samningar renni sitt skeið í febrúar og að forsendur séu svo illa brostnar að það sé komið út fyrir verksvið forsendunefndar að reyna að lappa upp á þá. Sjá ályktunina í heild.
Ályktun karamálaráðstefnu AFLs 20. sept. 2008 21/09/2008,10:57 138.55 Kb
Þokkaleg mæting á kjaramálaráðstefnu
Rösklega 50 félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags eru skráðir á Kjaramálaráðstefnu félagsins sem hefst klukkan fjögur í dag - en m.a. síldarfrysting setur strik í reikninginn hvað varðar mætingu - en frysting er í fullum gangi víða á félagssvæðinu. Á ráðstefnunni verður unnið að kjaramálaályktun félagsins og stefnumótun AFLs í kjaramálum næstu missera.
Athugasemd við frétt!
Í tilefni fréttar ríkisútvarpsins í gær vill AFL Starfsgreinafélag taka fram eftirfarandi:
„Félög kljúfa sig úr SGS“ er villandi fyrirsögn og gefur til kynna ósætti innan Starfsgreinasambands Íslands og að AFL fari þar fyrir klofningsarmi. Slíkt er alrangt en það sem birt er í fréttinni er að öðru leyti rétt og rétt eftir framkvæmdastjóra félagsins haft.
Fleiri greinar...
- Fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands
- Samflot í sveitarfélagasamningunum?
- Starfsdagur grunnskólafólks - tvær skrifstofur lokaðar
- Þjóðarsátt - hvaða þjóðarsátt?
- Raunfærnimat: Málmgreinar og Rafiðnaður
- Hitaveita og heitir pottar á Einarsstaði?
- Námsver á Reyðarfirði
- Uppsögnum Fossvíkur mótmælt
- Yfirlýsing framkvæmdastjóra AFLs Í kjölfar árása vertsins hjá Café Margaret
- Ráðist á starfsfólk AFLs
- Sævar Örn nýr yfirtrúnaðarmaður hjá ALCOA Fjarðaál
- Kjaramálaráðstefna 19. - 20. sept.
- Álver Alcoa í Texas: 400 missa vinnuna
- Námskeiðaáætun - starfsdagskrá
- Vika Símenntunar
- Starfsdagur starfsmanna grunnskóla á Austurlandi
- Minningarbók Hrafnkels
- AFL boðar til kjaramálaráðstefnu
- AFL um unglingavinnu
- Svört vinna skekkir samkeppnisstöðu
- Nýr samningur við Vegagerðina
- Vinnuskólar / unglingavinna: Bestu launin fyrir vestan
- Samningur um ákvæðisvinnu við línu og net.
- Vinnuskólar sveitarfélaga.
- Skrifstofur AFLs verða lokaðar vegna sumarorlofs starfsmanna sem hér segir: