AFL starfsgreinafélag

Fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands

Aðalfundur Starfsendurhæfingar AusturlandsÍ dag var haldinn fyrsti ársfundur Starfsendurhæfingar Austurlands sem var formlega stofnuð 14. nóvember 2007. Alls njóta nú 30 einstaklingar þjónustu StarfA og á næstu vikum tekur til starfa hópur á vegum StarfA á Hornafirði. Erla Jónsdóttir er forstöðumaður Starfsendurhæfingar Austurlands.

Lesa meira

Samflot í sveitarfélagasamningunum?

Um 60 starfsmenn grunnskólanna á Austurlandi komu saman á Starfsdegi AFLs StarfsgrStarfsdagur Grunnskólastarfsmannaeinafélags á Egilsstöðum í dag. Í kjaramálaumræðum hópsins komu fram efasemdir um að félagið framseldi samningsumboð sitt og færi í samfloti við önnur félög í viðræður um endurnýjun á kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga.  "Þjóðarsáttin" sem verið hefur í fréttum var til umræðu - en starfsmenn sveitarfélaga telja talsvert vanta upp á að laun þeirra hafi fylgt almennri launaþróun síðustu ára og vilja sjá það leiðrétt áður en þeir gangi inn í slíka "sátt".

Lesa meira

Starfsdagur grunnskólafólks - tvær skrifstofur lokaðar

Starfsdagur starfsmanna grunnskólanna á Austurlandi er í dag á Egilsstöðum. Meðal efnis er umfjöllun um persónuleg samskipti í umsjón Guðmundur Inga Sigurbjörnssonar, skólastjóra og Helga Steinsson, fjömenningarfulltrúi, fjallar um skólastarf í fjölmenningarlegu umhverfi.

Lesa meira

Þjóðarsátt - hvaða þjóðarsátt?

Frétt fjölmiðla um "þjóðarsátt" sem víðtæk samstaða ríki um innan verkalýðshreyfingarinnar virðist á veikum grunni byggð. Formaður AFLs, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, vildi í tilefni fréttaflutnings í dag láta koma fram að félagið hefur ekki verið aðili að neinum viðræðum um slíka þjóðarsátt og er AFL næststærsta félag innan Starfsgreinasambandins og hefur auk þess innan sinna vébanda deildir sjómanna, verslunarmanna og iðnaðarmanna.

Lesa meira

Raunfærnimat: Málmgreinar og Rafiðnaður

Á næstu vikum hefst í Fjarðabyggð verkefni sem sérstaklega var styrkt úr mótvægisaðgerasjóði og fjallar um raunfærnimat í járniðnaðargreinum og rafiðnaðargreinum. Verði góður árangur af verkefninu má búast við að það verði yfirfært til annarra hópa.

Lesa meira

Hitaveita og heitir pottar á Einarsstaði?

einarsstair23Nú er að hefjast á Egilsstöðum fundur með Hitaveitu Fljótsdalshéraðs, eigendum sumarhúsa í nágrenni Einarsstaða og fulltrúum orlofsbyggðarinnar á Einarsstöðum. Í kjölfar verður síðan fundur þeirra verkalýðsfélaga sem eiga hús á Einarsstöðum. Fundarefnið er hvort koma eigi upp hitaveitu í orlofsbyggðinni.

Lesa meira

Námsver á Reyðarfirði

Búðareyri 1AFL Starfsgreinafélag samþykkti á stjórnarfundi sínum í gærkvöld kaup á húsinu að Búðareyri 1, Reyðarfirði. Húsið  er 726 fm og eru samningar milli AFLs, Fjarðabyggðar, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands, um starfrækslu námsvers í húsinu á lokastigi. Í samþykkt AFLs kemur fram að leigutekjur vegna námsversins muni standa undir þessari fjárfestingu.

Lesa meira