Hvert fóru peningarnir?
"Verum ekki að leita að þeim seku" - "Nú er ekki tími til að vera með ásakanir" eru algeng skilaboð forystumanna í þjóðfélaginu í dag. Stór hluti almennings er alls ekki sammála og á bloggsíðum má víða sjá umræður um það "hvert fóru peningarnir".
Meðfylgjandi mynd er tekin af bloggsíðu á visir.is og eru á síðunni myndir af fjölda sumar"halla" er nýríkir íslenskir auðkýfingar hafa verið að byggja síðustu ár. Fyrir almennt launafólk sem horfir fram á skert lífskjör og skuldir sem koma til með að fylgja börnum og jafnvel barnabörnum eru þessar hallir svívirðileg áminning um það hvernig við sofnuðum á verðinum og leyfðum græðgisvæðingunni að ná tökum á þjóðfélaginu.
Tengillinn inn á síðuna er http://blogg.visir.is/photo/2008/10/14/her-eru-myndir-af-milljor%C3%B0unum-sem-hurfu/